Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 02. desember 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Ekkert jólapartý hjá Derby
Richard Keogh var rekinn frá Derby eftir bílslys í september.
Richard Keogh var rekinn frá Derby eftir bílslys í september.
Mynd: Getty Images
Derby ætlar ekki að hafa árlegt jólapartý fyrir leikmenn sína í ár. Ástæðan er sú að allt fór úr böndunum þegar leikmenn liðsins fengu að lyfta sér upp saman í september síðastliðnum.

Leikmenn fóru saman út að borða og í keilu þann 24. september síðastliðinn. Derby hafði skipulagt að leikmenn ættu að halda heim á leið eftir matinn klukkan 20:00 en nokkrir leikmenn ákváðu að sitja lengur við drykkju.

Mason Bennett og Tom Lawrence, leikmenn liðsins, keyrðu báðir undir áhrifum áfengis og lentu í árekstri. Sá árekstur varð til þess að bíll Lawrence endaði á ljósastaur.

Richard Keogh, fyrirliði Derby, var með Lawrence í bíl en hann meiddist illa á hné í bílslysinu og verður frá keppni í rúmt ár. Derby rifti samningi við Keogh eftir atvikið.

Bæði Bennett og Lawrence voru sviptir ökuréttindum næstu tvö árin vegna ölvunaraksturs.

Philip Cocu, stjóri Derby, og forráðamenn félagsins ákváðu eftir fund á dögunum að leggja bann á jólapartý leikmanna í ár. Þess í stað mæta leikmenn í jólamat með starfsfólki félagsins í hádeginu einn daginn í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner