Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. desember 2019 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ballon d'Or: De Ligt bestur í U21 flokki
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hefur verið valinn sem besti U21 leikmaður heims á Ballon D'Or verðlaunaafhendingunni í París.

De Ligt var fyrirliði Ajax á síðustu leiktíð er liðið gerði frábæra hluti bæði í hollensku deildinni og Meistaradeildinni. Hann er fastamaður í sterku landsliði Hollendinga og var keyptur til Juventus síðasta sumar fyrir 75 milljónir evra.

Kylian Mbappe kom ekki til greina því hann vann verðlaunin í fyrra. Matteo Guendouzi, Kai Havertz, Joao Felix, Vinicius Junior, Jadon Sancho og Moise Kean voru meðal þeirra sem komu til greina.

De Ligt hefur farið þokkalega af stað hjá Juve og er búinn að spila 11 af 14 deildarleikjum liðsins í haust. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir mistök en einnig hrós fyrir góðar frammistöður.

Topp 3:
1. Matthijs De Ligt (Ajax - Juventus)
2. Jadon Sancho (Dortmund)
3. Joao Felix (Benfica - Atletico Madrid)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner