Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. desember 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Solskjær segist geta fengið sparkið á næstu dögum
Powerade
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fer Zlatan aftur til AC Milan?
Fer Zlatan aftur til AC Milan?
Mynd: Getty Images
Stjórn Arsenal ku vilja fá Arteta í stjórastólinn.
Stjórn Arsenal ku vilja fá Arteta í stjórastólinn.
Mynd: Getty Images
Eriksen er enn ákveðinn í að yfirgefa Tottenham.
Eriksen er enn ákveðinn í að yfirgefa Tottenham.
Mynd: Getty Images
Zlatan, Giroud, Eriksen, Arteta, Ljungberg, Silva og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Ole Gunnar Solskjær hefur sagt leikmönnum sínum að hann gæti verið rekinn ef illa fer í næstu tveimur leikjum Manchester United, gegn Tottenham og Manchester City. (Sun)

Brendan Rodgers hefur ekki áhuga á að yfirgefa Leicester fyrir Arsenal. „Af hverju ætti ég að vilja fara?" sagði hann á fréttamannafundi. (BBC)

Zlatan Ibrahimovic (38), fyrrum sóknarmaður Manchester United og Svíþjóðar, mun hafna endurkomu í ensku úrvalsdeildina og semja við AC Milan á ný. (Telegraph)

AC Milan hefur einnig verið boðið að fá franska sóknarmanninn Olivier Giroud (33) frá Chelsea. (Calciomercato)

Christian Eriksen (27), hefur gert það ljóst að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning við Tottenham og það þýði ekkert að reyna að fá hann til að skipta um skoðun. (Telegraph)

Stjórn Arsenal vill fá Mikel Arteta, fyrrum fyrirliða Arsenal og núverandi aðstoðarmann Pep Guardiola hjá Manchester City, til að taka við stjórnartaumunum. (Mirror)

Arsenal gæti boðið Freddie Ljungberg (42) starfið til frambúðar ef hann kemur liðinu á beinu brautina. (Evening Standard)

Arsenal er tilbúið til að ræða við allt að tólf mögulega stjóra. (Mirror)

Arsenal og Everton hafa bæði áhuga á að ráða Marcelino, fyrrum stjóra Valencia. (Mail)

Newcastle United mun aðeins hlusta á tilboð yfir 15 milljónum punda í enska sóknarmanninn Dwight Gayle (29) en nokkur félög í Championship hafa áhuga. (Telegraph)

Neil Warnock (71) gæti verið ráðinn stjóri Middlesbrough en stóll Jonathan Woodgate er heitur. (Sun)

Manuel Pellegrini mun fá lengri tíma hjá West Ham eftir óvæntan sigur liðsins gegn Chelsea. (Mail)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, segist tilbúinn að snúa aftur til starfa sem knattspyrnustjóri strax. (Fox Sports,)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segist reikna með að hafa Wilfried Zaha (27) hjá félaginu út samning hans sem rennur út 2023. (Sky Sports)

Real Madrid býr sig undir að gera tilboð í senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly (28) hjá Napoli næsta sumar. Koulibaly hefur lengi verið á óskalista Manchester United. (Calciomercato)

Roma undirbýr endurbætt tilboð til að kaupa Chris Smalling (30), varnarmann Manchester United. Smalling hefur leikið afar vel á lánssamningi hjá ítalska félaginu. (Il Romanista)

Liverpool hefur sent njósnara til að fylgjast með tyrkneska markverðinum Ugurcan Cakir (23) hjá Trabzonspor. (Mirror)

Javier Hernandez (31), fyrrum sóknarmaður Manchester United og West Ham, hefur ýjað að því að hann vilji fara í bandarísku MLS-deildina. Hernandez er núna hjá Sevilla. (Mail)

Juventus hefur áhuga á spænska vængmanninum Pedro (32) hjá Chelsea. Áður hefur Juventus verið orða við tvo aðra leikmenn Chelsea, Willian og Emerson Palmieri. (Calciomercato)

Liverpool gætti flýtt áformum sínum um að fá norska miðjumanninn Sander Berge (21) frá Genk en félagið sér hann sem varaskeifu fyrir Fabinho sem er meiddur. (Mirror)

Inter er tilbúið að bjóða Fiorentina pening og tvo leikmenn til að fá ítalska landsliðsmanninn Federico Chiesa (22) sem hefur verið orðaður við Liverpool. (Calciomercato)

Fulham hefur sent fyrirspurn til Leicester varðandi enska U21-landsliðsmanninn James Justin (21). Fulham vill fá varnarmanninn lánaðan í janúar. (Football Insider)

Everton vill fá Everton Soares (23), brasilískan framherja sem spilar fyrir Gremio. Hann myndi kosta kringum 30 milljónir punda. (Sport Witness)

Tyrkneska félagið Besiktas hefur verið orðað við franska sóknarmanninn Jonathan Kodjia (30) hjá Aston Villa. Besiktas er tilbúið að borga 2,5 milljónir punda en Villa vill 7 milljónir punda. (Sporx)

Jan Vertonghen (32), varnarmaður Tottenham. telur að Mauricio Pochettino hafi verið fórnarlamb eigin árangurs hjá félaginu og að allir leikmenn finni til ábyrgðar eftir að Argentínumaðurinn var rekinn. (Evening Standard)

West Ham vill fá markvörð, miðjumann og sóknarmann í janúar. (Star)

Nígeríski sóknarmaðurinn Odion Ighalo (30) segist spenntur að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar. Þessi fyrrum leikmaður Watford er hjá Shanghai Shenhua í Kína. Everton, West Ham, Crystal Palace, Newcastle og Southampton hafa öll áhuga. (Team Talk)

Sænski miðjumaðurinn Dejan Kulusevski (19) sem spilar fyrir Parma á lánssamningi frá Atalanta er á óskalistum Manchester United, Tottenham og Arsenal. Táningurinn viðurkennir þó að vera stuðningsmaður Chelsea. (Team Talk)

Aston Villa hefur verið orðað við enska vængmanninn Jed Wallace (25) hjá Millwall og gæti gert tilboð í janúar. (Birmingham Mail)

Southampton, Newcastle og Rangers hafa öll áhuga á enska varnarmanninum Jarrad Branthwaite (17) sem spilar fyrir Carlisle í ensku D-deildinni. (Chronicle)

Watford íhugar að ráða stjóra sem klárar tímabilið en fær ekki lengri samning. (Mail)


Athugasemdir
banner
banner
banner