Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. desember 2019 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðin sem hafa verið að koma á óvart
Sheffield United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Sheffield United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
 Nainggolan fór yfir til Cagliari í sumar.
Nainggolan fór yfir til Cagliari í sumar.
Mynd: Getty Images
Osasuna er að koma á óvart á Spáni.
Osasuna er að koma á óvart á Spáni.
Mynd: Getty Images
Christian Streich, stjóri Freiburg.
Christian Streich, stjóri Freiburg.
Mynd: Getty Images
Baptiste Santamaria.
Baptiste Santamaria.
Mynd: Getty Images
Það er yfirleitt skemmtilegt að sjá lið koma á óvart. Lítið ekki lengra en Sheffield United, Cagliari, Osasuna, Freiburg og Angers.

Guardian tók saman lista yfir þau lið sem hafa verið að koma mest á óvart í stærstu deildum Evrópu á þessu tímabili.

Enska úrvalsdeildin: Sheffield United
Sheffield United var líklegt til að fara fyrir tímabilið og var þeim meðal annars spáð 20. og neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar hér á Fótbolta.net. En þegar 14 leikir eru búnir hefur liðið safnað 19 stigum og er í sjöunda sæti, fyrir ofan Arsenal og Manchester United. Þeir hafa ekki tapað í síðustu sjö deildarleikjum sínum og eru Liverpool (14) og Wolves (9) einu liðin sem hafa farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa á þessari leiktíð.

Flestir nýliðar treysta mikið á heimavöllinn, en Sheffield United hafa verið frábærir á útivelli. Þeir hafa ekki tapað í fyrstu sjö útileikjum sínum. Aðeins fimm önnur lið í fimm stærstu deildum Evrópu hafa ekki tapað á útivelli á tímabilinu: Liverpool, Juventus, Atalanta, Inter og Cagliari.

Það voru margir búnir að afskrifa Sheffield United fyrir tímabilið, en liðið er núna með þriðju bestu vörnina í ensku úrvalsdeildinni.

Serie A: Cagliari
Eftir tvö töp á heimavelli í byrjun tímabils - það fyrra gegn núverandi botnliði Brescia - þá leit út fyrir að tímabilið yrði langt og strangt fyrir Cagliari. Félagið hefur ekki endað í efri hluta ítölsku úrvalsdeildarinnar síðan 2009 og endað í 15. sæti síðustu tvö tímabil. Núna er liðið í fjórða sæti, fyrir ofan Roma, Atalanta og Napoli.

Það var ástæða til bjartsýni fyrir tímabilið þegar Radja Nainggolan kom á láni frá Inter. Það hefði hins vegar enginn getað spáð fyrir það sem hefur svo gerst hjá liðinu á þessu tímabili. Cagliari vann Sampdoria í gær 4-3, eftir að hafa lent 3-1 undir, og er liðið núna ósigrað í 12 leikjum. Aðeins Juventus og Liverpool hafa farið í gegnum fleiri leiki ósigruð á þessu tímabili. Og eins og Sheffield United, þá á Cagliari eftir að tapa útileik á þessu tímabili.

Nainggolan er búinn að vera mjög góður, og skora þrjú mörk og leggja upp fjögur í síðustu þremur leikjum, en hann er ekki sá eini sem er að spila mjög vel. Brasilíski sóknarmaðurinn Joao Pedro er nú þegar búinn að skora fleiri mörk á þessu tímabili (9) en á síðustu fjórum tímabilum hans hjá félaginu. Lærisveinar Rolando Maran hafa skorað 29 deildarmörk á tímabilinu - fjórum meira en topplið Juventus.

La Liga: Osasuna
Eftir að hafa spilað 15 leiki í La Liga er Osasuna óvænt í Evrópubaráttu. Osasuna komst upp í deildina fyrir tímabilið eftir tveggja ára fjarveru. Góður árangur á þessu tímabili hefur verið byggður á sterkum liðsanda. Lærisveinar Jagoba Arrasate hafa aðeins tapað þremur leikjum - eins og topplið Barcelona. Það hefur líka gengið vel að skora mörk, liðið hefur gert 21 mark - meira en Sevilla og Atletico Madrid.

Osasuna byggir ekki leik sinn á skyndisóknum eins og margir aðrir nýliðar. Þeir treysta sér til að halda boltanum innan liðsins.

Pervis Estupiñán, 21 árs gamall bakvörður frá Ekvador, hefur reynst öflugur og er argentíski sóknarmaðurinn Chimy Ávila einnig að standa sig vel. Osasuna er níu stigum frá fallsæti og hefur gert vel það sem af er tímabilinu, en framundan eru erfiðir leikir fyrir vetrarfrí.

Bundesliga: Freiburg
Topplið Borussia Mönchengladbach og Schalke í þriðja sæti hafa komið á óvart í Þýskalandi, en það er Freiburg sem er að koma liða mest á óvart. Freiburg hefur aðeins einu sinni á síðustu sex árum lent í efri hluta deildarinnar. Núna eftir 13 leiki á þessu tímabili er liðið í sjötta sæti, aðeins tveimur stigum frá meisturunum í Bayern München.

Freiburg tapaði gegn Gladbach um síðustu helgi, en það var aðeins þriðja tap liðsins á tímabilinu. Og þeir hafa ekki verið að spila auðvelda leiki. Freiburg hefur náð í stig gegn liðum eins og Borussia Dortmund, RB Leipzig, Bayer Leverkusen og Eintracht Frankfurt. Það sem meira er þá hafa lærisveinar Christian Streich skorað í öllum nema einum leik til þessa, og hafa átta leikmenn liðsins skorað mörkin.

Lið Freiburg hefur hins vegar verið passívt án bolta og það verður fróðlegt að sjá hversu lengi liðið nær að halda þessari góðu byrjun áfram. Þeir eru á botni deildarinnar þegar kemur að tæklingum og skotum fengin á sig. Það er því hægt að tala um heppni að einhverju leyti. Í Gian-Luca Waldschmidt, Lucas Höler og Nils Petersen er Freiburg með leikmenn sem geta klárað færin vel og því er ekki útilokað að liðið endi í efri hlutanum.

Franska úrvalsdeildin: Angers
Angers er í þriðja sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og mega þeir þakka góðum heimavallarárangri fyrir. Þeir hafa náð í 19 stig í átta leikjum á Stade Raymond-Kopa á þessu tímabili - aðeins Lille er með fleiri stig á heimavelli. Angers hefur nú þegar unnið fleiri heimaleiki á þessu tímabili (6) en á öllu síðasta tímabili (5).

Útivallarárangur þeirra er ekki góður í samanburði við árangurinn á heimavelli, en töp gegn Lyon, Lille, PSG og Nice hafa ekki komið á óvart hjá félagi sem hefur aldrei endað ofar en í níunda sæti á þessari öld.

Angers er á botni deildarinnar þegar kemur að því að halda bolta (45%), en þeir eru líka á botninum þegar kemur að tölfræðiþættinum að fá á sig skot (8,9 að meðaltali í leik). Það sýnir að liðið er mjög vel skipulagt varnarlega. Varnarmiðjumaðurinn Baptiste Santamaria hefur verið lykilmaður að því leytinu til. Að skipta frá vörn í sókn gengur líka vel hjá Angers og er liðið með 14,9 skot að meðaltali í leik - aðeins PSG er með meira. Þetta er þrátt fyrir að Angers hafi misst lykilmennina Flavien Tait og Jeff Reine-Adelaide síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner