Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jim Smith lést í gær
Jim Smith á hliðarlínunni hjá Oxford 2006.
Jim Smith á hliðarlínunni hjá Oxford 2006.
Mynd: Getty Images
Jim Smith, fyrrum knattspyrnustjóri Blackburn, Birmingham, Newcastle og Derby meðal annars, lést í gær, 79 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi.

Meðal helstu afreka Smith var þegar hann stýrði Queens Park Rangers í úrslitaleik deildabikarsins 1986 og þegar hann kom Derby County upp í úrvalsdeildina 1996.

Hann stýrði níu knattspyrnufélögum á stjóraferlinum og stýrði Birmingham, Colchester og Oxford upp um deild. Hann kom Oxford upp um tvær deildir á tveimur árum frá 1983 til 1985.

Hann stýrði Portsmouth frá 1991 til 1995 og kom liðinu í undanúrslit FA bikarsins 1992.

Helsta afrek Smith er eflaust gengi hans við stjórnvölinn hjá Derby, sem hann hélt í ensku úrvalsdeildinni í fimm ár áður en hann sagði upp störfum í október 2001.

Síðan þá hefur hann starfað sem aðstoðarstjóri hjá Coventry, Portsmouth og Southampton en hans síðasta starf var hjá Oxford. Þar var hann ráðinn sem knattspyrnustjóri og tók einnig sæti í stjórn félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner