Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 03. apríl 2006 07:52
Magnús Már Einarsson
Viðtalið: Óskar Pétursson (Ipswich)
Óskar er hér eldhess á gamlárskvöld.
Óskar er hér eldhess á gamlárskvöld.
Mynd: Úr einkasafni
Óskar Pétursson er sautján ára markvörður hjá liði Ipswich Town. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi efnilegi Grindvíkingur náð að leika nokkra leiki fyrir varalið Ipswich á þessari leiktíð en hann er nú þriðji markvörður liðsins. Við heyrðum í Óskari um helgina og spurðum hann nokkurra spurninga út í Ipswich.

Þú hefur verið að spila með varaliðinu ekki rétt? Jú, ég hef verið að spila með þeim nokkra leiki uppá síðkastið.

Þú ert í raun þriðji markvörður Ipswich ekki satt? Jú, Þeir eru hérna Shane Supple og Lewis Price sem ég hef ekki ennþá náð að henda útúr liðinu. Þeir eru báðir mjög góðir markmenn og ég reyni að pikka upp allt sem þeir kunna en mitt takmark er samt að ná aðalliðssætinu af þeim.

Hefur stjórinn eitthvað rætt um það hvenar hann á von á að gefa þér tækifæri í aðalliðinu? Nei hann hefur ekkert talað við mig um það. Ég veit samt að hann fylgist með mér en þeir sem hafa mest talað við mig um fótboltann hafa verið markmannsþjálfarinn annars vegar og svo aðstoðarþjálfarinn hins vegar.

Breytir miklu að hafa jafnaldra þinn og landa Björn Orra Hermannsson líka með sér úti? Það er auðvitað þægilegt að hafa annan Íslending hérna og við náum mjög vel saman en ég myndi ekki segja að það breytti neinu.

Æfir þú með aðalliðinu? Já ég æfi alveg ágætlega mikið með þeim. Þó ég æfi nú mest með vara- og unglingaliðinu þá er ég að æfa með aðalliðinu kannski 1 til 2 daga vikunnar.

Eru ekki mikil viðbrigði að fara úr Grindavík og síðan yfir í atvinnumennskuna? Jú þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég kom fyrst út fann ég mest fyrir því hvað tempóið á æfingum og í leikjum er mikið. Núna er fótboltinn í rauninni það eina sem maður er að einbeita sér að meðan heima væri skólinn ábyggilega að taka mesta tímann og svo æfingar á kvöldin.

Hvernig er venjulegur dagur þarna úti? Á virkum dögum er maður að vakna uppúr átta. Mætir uppá æfingasvæði klukkan korter yfir níu. Lyftingar frá hálf tíu til tíu. Æfingin byrjar klukkan hálf ellefu. Þá förum við markmennirnir með markmannsþjálfaranum og gerum markmannsæfingar í svona hálftíma meðan útileikmennirnir eru að hita upp og gera sitt dót. Þá fer maður annað hvort á æfingu hjá unglingaliðinu eða aðalliðnu. Svo er matur klukkan tólf, hálf eitt. Seinni æfingin byrjar svo um eittleitið. Eftir æfingarnar er svo bara tekið því rólega, farið í bíó eða keilu. Go-Kartið hefur nú samt verið að koma inn sterkt seinustu daga. Ég er einnig í fjarnámi sem ég kíki í annað slagið. Á laugardögum eigum við svo oftast leiki og svo notar maður sunnudaginn til að ná sér niður eftir vikuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner