Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
banner
   fim 22. júlí 2010 08:02
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Lykillinn er að þeir skori ekki mark
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Breiðablik mætir skoska liðinu Motherwell á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Motherwell til að komast áfram.

,,Það er hálfleikur og Skotarnir eru yfir. Ef við náum að halda þeim frá því að skora þá þurfum við eitt mark til að jafna leikinn. Lykillinn er að þeir skori ekki mark því að þá þurfum við strax að gera þrjú og þá er þetta þrautin þyngri," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika við Fótbolta.net í gær.

,,Það er fínt "run" á liðinu. Þó að leikurinn úti hafi tapast þá er engin ástæða til þess að sjálfstraustið fari að minnka. Við nýtum okkur þann meðbyr sem við höfum í augnablikinu til að fá allt það besta út úr þessum leik."

Breiðablik er á toppnum í Pepsi-deildinni en þrátt fyrir þétt leikjaprógram eru engin meiðsli í hópnum.

,,Það eru allir klárir, það er það besta við þetta. Þrátt fyrir mikið leikjaálag þá eru menn frískir og kvarta ekkert," sagði Ólafur sem vonast eftir góðum stuðningi í kvöld.

,,Stúkan hérna í Kópavogi er þekkt fyrir að vera hávaðasöm og með mikinn stuðning. Ég á ekki von á öðru en að það verði á morgun (í dag) líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner
banner