Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   fim 22. júlí 2010 08:02
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Lykillinn er að þeir skori ekki mark
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Breiðablik mætir skoska liðinu Motherwell á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld í síðari leik liðanna í Evrópudeildinni. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Motherwell til að komast áfram.

,,Það er hálfleikur og Skotarnir eru yfir. Ef við náum að halda þeim frá því að skora þá þurfum við eitt mark til að jafna leikinn. Lykillinn er að þeir skori ekki mark því að þá þurfum við strax að gera þrjú og þá er þetta þrautin þyngri," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika við Fótbolta.net í gær.

,,Það er fínt "run" á liðinu. Þó að leikurinn úti hafi tapast þá er engin ástæða til þess að sjálfstraustið fari að minnka. Við nýtum okkur þann meðbyr sem við höfum í augnablikinu til að fá allt það besta út úr þessum leik."

Breiðablik er á toppnum í Pepsi-deildinni en þrátt fyrir þétt leikjaprógram eru engin meiðsli í hópnum.

,,Það eru allir klárir, það er það besta við þetta. Þrátt fyrir mikið leikjaálag þá eru menn frískir og kvarta ekkert," sagði Ólafur sem vonast eftir góðum stuðningi í kvöld.

,,Stúkan hérna í Kópavogi er þekkt fyrir að vera hávaðasöm og með mikinn stuðning. Ég á ekki von á öðru en að það verði á morgun (í dag) líka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner
banner
banner