Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. ágúst 2010 14:00
Fótbolti.net
Lið og uppgjör 16.umferðar
Það var mikil stemning á Selfossi.
Það var mikil stemning á Selfossi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Frabær mæting var á stórleik Breiðablik og ÍBV í Kópavogi.
Frabær mæting var á stórleik Breiðablik og ÍBV í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Sveinsson skoraði eitt en fór síðan illa að ráði sínu í síðari hálfleik.
Hörður Sveinsson skoraði eitt en fór síðan illa að ráði sínu í síðari hálfleik.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
16. umferð Pepsi deildar karla lauk í gær. Hér að neðan má sjá lið og uppgjör Fótbolta.net.

Mark umferðarinnar: - Gilles Mbang Ondo (Grindavík)
Gilles Mbang Ondo lék vörn FH-inga grátt í 3-1 sigri Grindvíkinga í gær. Annað markið hans var af dýrari gerðinni. Ondo kom þá á ferðinni inn í vítateiginn og skrúfaði boltann upp í fjærhornið án þess að Gunnleifur Gunnleifsson kæmi nokkrum vörnum við.

Leikur umferðarinnar: Selfoss 3 - 2 Keflavík
Það var mikið um dýrðir á Selfossi þar sem heimamenn voru að vígja nýjan völl. Það leit ekki vel út fyrir heimamenn framan af því Keflvíkingar leiddu 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik settu Selfyssingar í fluggírinn, stemningin var mögnuð og liðið sigraði 3-2 þar sem rakarasonurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Umdeildasta atvik umferðarinnar:
Jón Orri Ólafsson var heppinn að sleppa með gult spjald þegar hann fór harkalega í Lars Ivar Molskred markvörð KR. Í kjölfarið urðu læti inni á vítateig KR en Jón Orri slapp með skrekkinn og fékk að klára leikinn.

Innkoma umferðarinnar: - Viðar Örn Kjartansson (Selfoss)
Viðar kom inn á sem varamaður á 75.mínútu og var ekki lengi að minna á sig þegar hann fiskaði vítaspyrnu sem Viktor Unnar Illugason skoraði úr og jafnaði 2-2. Viðar skoraði síðan sigurmarkið eftir sendingu frá Viktori á 87.mínútu og

Klúður umferðarinnar: Hörður Sveinsson (Keflavík)
Hörður Sveinsson fékk algjört dauðafæri í stöðunn 1-2 fyrir Keflavík, hann slapp einn í gegnum vörn Selfoss en lét Jóhann Ólaf Sigurðsson verja frá sér. Hörður fékk nokkur góð færi í þessum en tókst aðeins að skora eitt mark. Hörður hefur verið með mislagðar fætur upp við markið í sumar og það sást greinilega í gær.

Atvik umferðarinnar: - Áhorfendamet á Kópavogsvelli
Það voru 3180 mættir á Kópavogsvöll þegar Eyjamenn mættu í Kópavoginn og tóku á móti Blikum. Afar góð stemmning var á vellinum, Eyjamenn fjölmenntu á völlinn og Herjólfur bjó til nýja ferð svo fólk kæmist í Kópavoginn. Það er virðingarvert.

Ummæli vikunnar: Viktor Unnar Illugason (Selfoss)
,,Ég er búinn að vera að æfa með mesta markaskorara Kópavogs og ég gat ekki annað en skorað í dag þó að það hafi verið úr víti. Við fórum yfir vítin svolítið líka, Sigurjón Jónsson, Siggi Sör, mikill markaskorari. Eftir að við skoruðum fyrsta markið vissi ég að við værum að fara að jafna þetta því að ég vissi að ég myndi skora markið sem ég lofaði," sagði Viktor Unnar Illugason eftir að hann skoraði annað mark Selfyssinga í 3-2 sigrinum á Keflavík.

Þjálfari umferðarinnar: Ólafur Örn Bjarnason
Grindvíkingar hafa einungis fengið á sig eitt mark síðan Ólafur Örn Bjarnason byrjaði að spila í vörn liðsins. Ólafur Örn virðist líka hafa breytt miklu síðan hann tók við þjálfun liðsins en Grindvíkingar hafa verið á flugi að undanförnu og unnu Íslandsmeistara FH 3-1 í gær.


Lið umferðarinnar: Jóhann Ólafur Sigurðsson (Selfoss), Elfar Freyr Helgason (Breiðablik), Auðun Helgason (Grindavík), Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík), Halldór Orri Björnsson (Stjarnan), Jean Stephane Yao Yao (Selfoss), Baldur Sigurðsson (KR), Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV), Ólafur Karl Finsen (Stjarnan), Gilles Mbang Ondo (Grindavík), Viktor Unnar Illugason (Selfoss)
banner
banner
banner