Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 28. september 2010 13:35
Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ ákvað val landsliðsins - Ólafur ekki sáttur
Ólafur Jóhannesson er ósáttur.
Ólafur Jóhannesson er ósáttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ ákvað að Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðsins fengi að velja þá leikmenn sem hann vildi í umspilsleikina gegn Skotum og tók þar með framfyrir hendur Ólafs Jóhannessonar þjálfara A-landsliðsins.

Þetta staðfesti Geir Þorsteinsson formaður KSÍ á fréttamannafundi landsliðsins í dag. Hann sagði að Ólafur hafi ekki verið sáttur við þessa ákvörðun en einhugur hafi verið um hana í stjórn KSÍ.

Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir í hópnum hjá U21 árs liðinu en þeir höfðu verið í byrjunarliði A-landsliðsins í síðasta leik gegn Dönum. Þá eru Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason sem voru á bekknum gegn Dönum báðir í U21 árs hópnum.

Þar með er ljóst að þessir sjö leikmenn verða ekki með í leik A-landsliðsins gegn Portúgal 12. október næstkomandi vegna þessarar ákvörðunnar stjórnar KSÍ.

Nánar verður rætt við Geir og Eyjólf Sverrisson þjálfara U21 árs landsliðsins hér á Fótbolta.net síðar í dag þar sem þessi ákvörðun verður skýrð nánar.
banner