Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Mikaela Nótt Pétursdóttir (Haukar)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Þrastardóttir
Berglind Þrastardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elín Klara Þorkelsdóttir
Elín Klara Þorkelsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mikaela Nótt var á síðasta tímabili valin efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar þegar Haukar enduðu í 3. sæti hennar. Mikaela var einnig í liði ársins.

Hún steig sín fyrstu spor sumarið 2019 en blómstraði svo alveg í fyrra. Hún á að baki fimm unglingalandsleiki og var á dögunum í æfingahóp fyrir U19 ára landsliðið. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Mikaela Nótt Pétursdóttir

Gælunafn: Mikka, örsjaldan en kemur fyrir

Aldur: 17 ára fyrir nokkrum dögum

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 24. maí 2019, sigur á móti Augnablik á útivelli (0-1)

Uppáhalds drykkur: vatn

Uppáhalds matsölustaður: get ekki valið milli Serrano og Lemon

Hvernig bíl áttu: Toyota Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: get horft endalaust á Castle

Uppáhalds tónlistarmaður: Beyoncé og Rihanna

Uppáhalds hlaðvarp: crime junkie eins og er

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi allan daginn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: misjafnt en oftast hockey pulver, jarðarber og skógarberja mix

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “vöknuð?” -Viktoría sér um að tjékka hvort ég sé vöknuð fyrir skólann

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei ;)

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dagný Brynjarsdóttir

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: bæði Guðrún Jóna og Igor Kostic

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: nú veit ég ekki, engin sem stendur uppúr

Sætasti sigurinn: þegar við unnum Víking í vító, í bikar

Mestu vonbrigðin: að komast ekki upp í pepsí á seinasta tímabili

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: það væri Cecilía

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óliver Steinar Guðmundsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristjana Sigurz

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: flestar í samböndum en Ásta er líklegust

Uppáhalds staður á Íslandi: elska að fara í Skorradalinn í bústað

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Gerðist ítrekað þegar ég var yngri að ég felldi sjálfa mig út á velli ekki einu sinni með boltann.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei.. hef reynt en gleymi alltaf

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: ég horfi oft á handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: spila alltaf í Nike en keypti eina Adidas skó um daginn.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: ég er hræðilega léleg í Eðlisfræði

Vandræðalegasta augnablik: tók óvart treyju af litla bróður mínum í leik og þurfti að spila í henni

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Berglindi því hún veit alltaf hvað á að gera, Viktoríu til að halda uppi stuðinu og Elínu til þess að elda

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: set tunguna út við allt og hef alltaf gert, þegar ég lærði að labba, lærði á bíl og þegar ég spila fótbolta (þess vegna eru eiginlega allar myndir af mér úr leik ég með tunguna úti)

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: kom mér ekki á óvart en Kristín Fjóla er sjúklega næs og tók extra vel á móti okkur kjúllunum

Hverju laugstu síðast: vorum ekki búin með skýrslu í skólanum og báðum um skilafrest vegna þess að skjalið eyddist (áðan í skólanum)

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: hlaup eru ekki skemmtileg en geggjað þegar maður er búin með þau

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: ég get ekki hugsað um neitt, en ég myndi spyrja Viðar eðlisfræði kennara um free pass í gegnum áfangann at the moment
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner