Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. mars 2021 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Mancini ætlar að velja Brasilíumann í landsliðið
Rafael Toloi í leik með Atalanta
Rafael Toloi í leik með Atalanta
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, ætlar að velja brasilíska varnarmanninn Rafael Toloi í næsta landsliðhóp en Sky Italia hefur heimildir fyrir þessu.

Toloi hefur spilað lykilhlutverk í vörn Atalanta síðustu sex árin og á stóran þátt í velgengni liðsins en þessi 30 ára gamli leikmaður gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í mars.

Hann er fæddur og uppalinn í Brasilíu og á 19 leiki fyrir U20 ára landsliðið.

Toloi ólst upp hjá Goias áður en hann var seldur til Sao Paulo árið 2012. Varnarmaðurinn öflugi var lánaður til Roma árið 2014 en fékk takmarkaðan leiktíma með liðinu, sem átti forkaupsrétt á leikmanninum, en félagið nýtti hann ekki og ákvað Atalanta að kaupa hann sumarið 2015.

Hann hefur eytt síðustu sex árum á Ítalíu og í febrúar fékk hann ítalskan ríkisborgararétt og er því heimilt að spila fyrir ítalska landsliðið en Mancini ætlar að velja hann í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norður-Írlandi og Búlgaríu í mars.

Toloi hefur spilað 30 leiki fyrir Atalanta á þessari leiktíð og skorað tvö mörk en liðið er í 4. sæti með 46 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner