Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Mbappe getur orðið betri en Messi og Ronaldo
Kylian Mbappe er einn besti leikmaður heims en getur hann orðið betri en Ronaldo og Messi?
Kylian Mbappe er einn besti leikmaður heims en getur hann orðið betri en Ronaldo og Messi?
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, framherji Paris Saint-Germain í Frakklandi, getur orðið betri en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en þetta segir Mauricio Pochettino, þjálfari Mbappe hjá PSG.

Mbappe er aðeins 22 ára gamall og er einn besti leikmaður heims í dag en hann hefur skorað 144 mörk í 227 leikjum fyrir Mónakó og PSG.

Hann hefur unnið frönsku deildina fjórum sinnum og þá vann hann HM með franska landsliðinu árið 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður mótsins.

Mbappe hefur hæfileikana til að keppast við þá allra bestu en hann hefur burði til þess að ná lengra en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

„Hann hefur hæfileikana til þess. Hann er með allt sem þarf, nema tímann," sagði Pochettino.

„Við getum ekki hraðað ferlinu. Hann er nú þegar með bestu leikmönnum heims. Það mun taka hann tíma til að bæta við ferilskrána og fá þá viðurkenningu sem hann á skilið og sem hann mun fá," sagði hann ennfremur.

Mbappe á langt í land með að ná Messi og Ronaldo en þeir hafa saman skorað 1500 mörk á ferlinum og enn nóg eftir á tanknum.
Athugasemdir
banner
banner