Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 01. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho fer í tveggja leikja bann og þarf að greiða stóra sekt
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma á Ítalíu, fær tveggja leikja bann og stóra sekt fyrir hegðun sína í 2-1 tapinu gegn Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Mourinho verður í banni gegn Juventus og Sassuolo og þarf einnig að greiða 1,5 milljónir íslenskra króna í sekt.

Mourinho var rekinn upp í stúku í síðari hálfleik gegn Cremonese en hann var mjög svo ósáttur við fjórða dómarann í leiknum.

Eftir leikinn sagði Mourinho: „Ég er tilfinningavera en ekki klikkaður. Til að bregðast við eins og ég gerði varð eitthvað að hafa komið uppá. Ég þarf að sjá hvort ég geti farið í mál. Piccinini gaf mér rautt spjald því að fjórði dómarinn áttaði sig ekki á því hvað hann hafði sagt við mig."

„Ég vil vita hvort það sé til upptaka, ég vil ekki fara út í það að Serra (fjórði dómarinn) sé frá Turin og við erum að fara að spila á móti Juventus á sunnudaginn.""

„Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem fjórði dómarinn talar svona við mig. Þetta er óafsakanlegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner