Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. mars 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho heitt í hamsi og ætlar í mál - „Á við minnisvandamál að stríða"
Mynd: Getty Images

Jose Mourinho var rekinn upp í stúku í upphafi síðari hálfleiks í leik Roma gegn Cremonese í gærkvöldi þar sem Roma tapaði gegn þáverandi botnliði deildarinnar.


Hann lenti upp á kannt við fjórða dómara leiksins.

„Ég er tilfinningavera en ekki klikkaður. Til að bregðast við eins og ég gerði varð eitthvað að hafa komið uppá. Ég þarf að sjá hvort ég geti farið í mál. Piccinini gaf mér rautt spjald því að fjórði dómarinn áttaði sig ekki á því hvað hann hafði sagt við mig," sagði Morinho.

„Ég vil vita hvort það sé til upptaka, ég vil ekki fara út í það að Serra (fjórði dómarinn) sé frá Turin og við hefðum verið að spila á móti Juventus á sunnudaginn."

Það er ljóst að fjórði dómarinn gekk fram af Mourinho með orðum en hann vildi lítið tjá sig um hvað fór þeirra á milli.

„Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem fjórði dómarinn talar svona við mig. Þetta er óafskanlegt. Í lok leiksins fór ég og talaði við þá, Piccinini, sem var fjórði dómarinn í síðasta leik sem ég fékk rautt sagði mér að byðjast afsökunnar. Ég sagði Serra að hann ætti að hafa hugrekki til að útskýra hvað hafði gerst en hann á við minnisvandamál að stríða," sagði Mourinho.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner