PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   fös 01. mars 2024 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan nældi í sinn fyrsta sigur í Skessunni
Hulda Hrund Arnarsdóttir
Hulda Hrund Arnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 0-2 Stjarnan
0-1 Jóhanna Melkorka Þórsdóttir ('13 )
0-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('59 )


Stjarnan lagði FH í Skessunni í kvöld í Lengjubikarnum og nældi í leiðinni í sínn fyrsta sigur.

Jóhanna Melkorka kom liðinu yfir þegar hún kom boltanum í netið eftir hornspyrnu frá Andreu Mist Pálsdóttur.

Hulda Hrund bætti öðru markinu við eftir tæplega klukkutíma leik.  Herdís Halla Guðbjartsdóttir markvörður FH ætlaði að sparka boltanum fram en Hulda komst fyrir og boltinn fór af henni og í netið.

Stjarnan fer upp í 3. sætið með fjögur stig eftir þrjár umferðir en FH er í 2. sæti með sex stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner