Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fös 01. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Styttist í endurkomu Reece James
Reece James
Reece James
Mynd: Getty Images
Reece James, fyrirliði Chelsea á Englandi, ætti að vera klár á allra næstu dögum ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum.

Enski hægri bakvörðurinn hefur ekkert spilað með Chelsea síðan í desember.

James, sem er 24 ára gamall, meiddist þá aftan í læri, en það hafa komið nokkur bakslög í endurhæfingu hans, sem hefur haldið honum frá vellinum í rúma þrjá mánuði.

Þá hefur hann aðeins spilað níu leiki í heildina á tímabilinu en það er útlit fyrir að hann sé að verða klár í slaginn.

„Öll þessi bakslög sem ég varð fyrir myndu brjóta þig. Það styttist í endurkomu,“ skrifaði James undir myndaröð sína á Instagram.

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, fagnar þessum fréttum. Chelsea er á vondum stað. Liðið er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði þá deildabikarúrslitum gegn Liverpool um helgina.

Liðið er enn á lífi í enska bikarnum þar sem það er í dauðafæri að komast í undanúrslit. Liðið mætir B-deildarliði Leicester í 8-liða úrslitum keppninnar, en það er eini möguleiki þeirra bláklæddu að sækja bikar á tímabilinu. Það væri því kærkomið fyrir Chelsea að fá inn lykilmann á þessum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner