Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 01. apríl 2023 12:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segja að Rodri hefði átt að fá rautt spjald - „Alltaf fórnarlamb"
Mynd: EPA

Það er hálfleikur á Etihad en staðan er jöfn 1-1 þar sem Mohamed Salah kom gestunum yfir en Julian Alvarez jafnaði metin.


Stuðningsmenn og leikmenn Liverpool voru ekki sáttir með Rodri miðjumann City en þeir vildu sjá Simon Hooper dómara leiksins gefa honum rautt spjald.

Hann fékk gula spjaldið eftir rúmlega hálftíma leik en Liverpool menn vildu sjá annað gult spjald fara á loft stuttu síðar þegar hann stöðvaði skyndisókn.

Leikmenn Liverpool hópuðust að Hooper sem gerði þó ekkert í því og sleppti Rodri með viðvörun.


Athugasemdir
banner
banner