Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   mán 01. apríl 2024 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Baldur Hannes ekkert með Þrótti í sumar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Baldur Hannes Stefánsson, fyrirliði Þróttar R., varð fyrir því óláni í febrúar að slíta krossband á æfingu. Hann staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hann er á leiðinni í aðgerð og verður frá út árið vegna meiðslanna.

Baldur er djúpur miðjumaður sem einnig getur spilað sem miðvörður. Hann er uppalinn í Þrótti, er 22 ára gamall og hefur verið í stóru hlutverki hjá Þrótti síðan 2019.

Baldur lék á sínum tíma 21 leik fyrir yngri landsliðin, þar af níu fyrir U17 landsliðið.

Þróttur endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og tók Sigurvin Ólafsson við sem þjálfari liðsins í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner