Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júní 2018 11:32
Magnús Már Einarsson
Kári Árna líklega fyrirliði gegn Noregi
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason verður líklega fyrirliði íslenska landsliðsins í vináttuleiknum gegn Noregi annað kvöld.

Aron Einar Gunnarsson verður ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla og reikna má með að Kári beri fyrirliðabandið í fjarveru hans.

Kári sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara.

Kári hefur nokkrum sinnum áður verið fyrirliði í landsleikjum en hann var meðal annars fyrirliði í vináttuleiknum gegn Mexíkó í mars.

Leikurinn á Laugardalsvelli annað kvöld hefst klukkan 20:00 en miðasalan fer fram á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner