Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júní 2018 11:52
Elvar Geir Magnússon
Síðasti leikur sænska milljónamæringsins verður á Laugardalsvelli
Icelandair
Jonas Eriksson.
Jonas Eriksson.
Mynd: Getty Images
Sænski dómarinn Jonas Eriksson mun dæma sinn síðasta fótboltaleik á morgun þegar Ísland og Noregur eigast við á Laugardalsvelli.

Flestir fótboltaáhugamenn kannast við Eriksson enda hefur hann verið meðal fremstu dómara Evrópu um margra ára skeið og dæmt ófáa risaleiki í Evrópuleikjum.

Eriksson er oft kallaður milljónamæringurinn enda á hann langan feril að baki í viðskiptalífinu og hefur hagnast þar mikið.

Fótboltinn hefur verið hans ástríða en hann segir í viðtali við sænska fjölmiðla að hann hafi fundið að neistinn væri ekki sá sami og hafi því ákveðið að leggja flautuna á hilluna.

Hann var ekki valinn meðal dómara á HM í Rússlandi og voru það honum mikil vonbrigði.

Vináttulandsleikur Íslands og Noregs á morgun hefst klukkan 20:00 á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner