Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho áhugasamur um að fara aftur til Englands
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Brasilíumannsins Philippe Coutinho, Kia Joorabchian, segir að leikmaðurinn vilji fara aftur í ensku úrvalsdeildina.

Coutinho, sem er 27 ára, yfirgaf Liverpool árið 2018 og fór til Barcelona. Hann þrýsti mjög á að komast til Barcelona, en það gekk engan veginn upp hjá honum. Eftir eitt og hálft ár í Barcelona var hann lánaður til Bayern München þar sem hann hefur leikið á þessu tímabili.

Bayern átti möguleika á að kaupa hann fyrir 120 milljónir evra, en nýtti sér það ekki.

Í samtali við Sky Sports útilokar Joorabchian ekki að Coutinho verði áfram hjá Bayern og að það sé vilji fyrir því. Hann segir einnig að leikmaðurinn hafi áhuga á því að fara aftur til England þar sem hann hefur verið orðaður við fjölda félaga, hvað mest þá Chelsea.

„Hann vill koma aftur í ensku úrvalsdeildina á einhverjum tímapunkti. Það gerist mögulega ekki á þessu ári, kannski gerist það á þessu ári. Við vitum það ekki," segir Joorabchian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner