Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fim 01. júní 2023 09:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lánsmennirnir verða ekki áfram hjá Everton (Staðfest)
Coady
Coady
Mynd: EPA
Everton greindi frá því í dag að lánsmennirnir Conor Coady og Rúben Vinagre væru farnir frá félaginu.

Coady var á láni frá Wolves út tímabilið og Vinagre kom frá Sporting CP í Portúgal.

Coady lék 25 leiki í öllum keppnum og þar á meðal lék hann lokaleikinn í deildinni þegar Everton bjargaði sér frá falli með sigri gegn Bournemouth.

Vinagre kom einungis við sögu í tveimur deildarleikjum á tímabilinu og var frá á lokakaflanum vegna meiðsla.

Í tilkynningu er þeim þakkað fyrir sín störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.


Athugasemdir
banner