Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
banner
   fim 01. júní 2023 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi yfirgefur PSG (Staðfest)
Mynd: EPA
Lionel Messi spilar sinn síðasta leik fyrir PSG þegar liðið mætir Clermont í lokaumferð frönsku deildarinnar á laugardaginn. Þetta staðfesti Christophe Galtier, stjóri PSG, á fréttamannafundi í dag.

Messi hefur skorað 21 mark og lagt upp 20 í öllum keppnum með PSG í vetur. Hann gekk í raðir félagsins fyrir tveimur árum frá Barcelona og skrifaði undir tveggja ára samning.

Framtíð hans hefur mikið verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnum. Al-Hilal í Sádí-Arabíu hefur boðið honum risasamning og þá hefur hann einnig verið orðaður við Inter Miami og endurkomu til Barcelona.

„Ég upplifði þau forréttindi að þjálfa besta leikmann sögunnar. Þetta verður hans síðasti leikur á Parc des Princes og ég vona að hann fái hlýjar móttökur," sagði Galtier á fréttamannafundi í dag.

„Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu á þessu tímabili, alltaf til taks. Mér finnst gagnrýnin á hann ekki hafa verið sanngjörn. Hann hefur alltaf verið til staðar fyrir liðið. Það hafa verið mikil forréttindi að fara með honum í gegnum þetta tímabil."

PSG varð franskur meistari á tímabilinu annað tímabilið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner