lau 01. ágúst 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmbert Aron orðaður við Parma, Lecce og AZ Alkmaar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson er búinn að skora átta mörk í níu leikjum fyrir Álasund í efstu deild norska boltans og er eftirsóttur víða um Evrópu.

Hólmbert Aron er 27 ára og algjör lykilmaður í liði Álasunds sem er í fallbaráttu á upphafi tímabils.

Ítalskir fjölmiðlar segja nokkur félög í Serie A og B hafa áhuga á Hólmberti, sem skoraði þrennu í síðasta leik.

Félögin sem um ræðir eru Parma, Spal og Lecce. Þau byrjuðu öll í efstu deild í ár en Spal er fallið og þarf Lecce sigur í lokaumferðinni til að eiga von um að bjarga sér frá falli.

Þá eru AZ Alkmaar í Hollandi og Gent í Belgíu einnig sögð vera meðal áhugasamra félaga.

Hólmbert rennur út á samningi í desember og er verðmiðinn á honum því ekki hár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner