Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ilicic líklega ekki með gegn PSG - Mbappe og Icardi tæpir
Ilicic gerði 15 mörk í 26 deildarleikjum á tímabilinu.
Ilicic gerði 15 mörk í 26 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Atalanta og PSG mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar miðvikudaginn 12. ágúst.

Það mun vanta lykilmenn í bæði lið og eru Frakklandsmeistarar PSG í sérlega miklum vandræðum vegna meiðsla innan hópsins.

Kylian Mbappe missir líklegast af viðureigninni en nú hafa Mauro Icardi, Layvin Kurzawa og Thiago Silva bæst við meiðslalistann. Óljóst er hvort þeir verði klárir fyrir viðureignina eftirvæntu.

Hjá Atalanta er Josip Ilicic, sem skoraði fernu í 3-4 sigri gegn Valencia í 16-liða úrslitum, fjarri góðu gamni. Hann flaug til heimalandsins, Serbíu, á dögunum af persónulegum ástæðum. Ilicic hefur misst af síðustu fimm leikjum Atalanta.

Atalanta býr yfir talsvert minni reynslu en PSG úr Evrópukeppnum en leikmenn liðsins eru í betra standi. Ítalska deildin fór aftur í gang í sumar á meðan sú franska rankaði aldrei við sér aftur og því hafa leikmenn PSG verið í pásu frá keppnisfótbolta í næstum hálft ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner