Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 01. september 2021 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrós á hann fyrir að vera heiðarlegur með það"
Icelandair
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hólmar Örn Eyjólfsson gefur ekki kost á sér lengur í landsliðið. Frá þessu greindi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Sjá einnig:
Hólmar gefur ekki lengur kost á sér - „Skil hans stöðu mjög vel"

„Hann er búinn að vera algjör varakall, eiginlega æfingalandsliðsmaður að mestu öll þessi ár. Nú er önnur kynslóð tekin við og hann er ekki ennþá inn í myndinni. Hann ákveður að segja þetta bara gott, er það ekki skiljanlegt?" velti Elvar Geir Magnússon fyrir sér í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Er það samt? Ég meina þetta er íslenska landsliðið, eru ekki flestir bara stoltir þegar þeir fá að vera með? Er þetta ekki smá heimtufrekja 'ef ég er ekki fastur hérna inni þá nenni ég þessu ekki'? Hefuru eitthvað mikið betra að gera við tímann þegar það eru landsliðsverkefni? Mér finnst þetta mjög sérstakt hjá ekki eldri manni en þetta," sagði Henry Birgir Gunnarsson.

„Ef hann væri 34 ára þá myndi ég skilja hann," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„Þetta eru samt búin að vera svo rosalega mörg ár þar sem hann hefur alltaf mætt," sagði Elvar.

„Hafa ekki flestir gaman að þessu? Hitta félagana sem þeir fá alla jafna ekki tækifæri til. Þó menn séu vissulega læstir inn á hóteli eru flestir góðir vinir, góður mórall og það er stemning. Fólk er auðvitað mismunandi, mér finnst þetta skrítið en ef honum líður svona þá kann ég að meta að hann segi það í staðinn fyrir að taka sæti sem hann hefur ekki áhuga á að taka. Hrós á hann fyrir að vera heiðarlegur með það," sagði Henry.

Hólmar er 31 árs varnarmaður sem leikur með Rosenborg í Noregi. Hann á að baki 19 landsleiki og kom sá fyrsti árið 2012. Sá síðasti kom gegn Englandi í nóvember í fyrra. Hann var síðast valinn í landsliðshóp í mars á þessu ári.
Útvarpsþátturinn - Spjótin beinast að KSÍ og Ronaldo rauður á ný
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner