Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Versta byrjun í úrvalsdeildarsögu Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er liðið með níu stig eftir sjö fyrstu umferðirnar.

Rauðu djöflarnir gerðu 1-1 jafntefli við Arsenal í gærkvöldi og hafa hingað til tapað leikjum gegn Crystal Palace og West Ham United.

Þessi úrslit kóróna slaka byrjun félagsins, þá verstu síðan tímabilið 1989-1990 áður en enska úrvalsdeildin var stofnuð. Fyrir 30 árum náði liðið aðeins í sjö stig eftir sjö fyrstu umferðirnar.

Man Utd spilar tvo leiki fyrir landsleikjahlé og báðir eru þeir á útivelli. Á fimmtudaginn er leikur gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í AZ Alkmaar í Evrópudeildinni og á sunnudaginn er svo leikur gegn Newcastle.

Strax eftir landsleikjahléð verður stórleikur á Old Trafford þegar lærisveinar Jürgen Klopp kíkja í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner