Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. október 2020 16:37
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski og Harder best hjá UEFA
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder.
Mynd: Getty Images
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski var valinn fótboltamaður ársins hjá UEFA.

Lewandowski skoraði 55 mörk í 47 leikjum þegar Bayern München vann þrennuna á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 15 mörk í Meistaradeildinni og varð markakóngur.

Þessi niðurstaða kemur engum á óvart en Manuel Neuer og Kevin De Bruyne voru einnig tilnefndir.

Pernille Harder, sem fór frá Wolfsburg til Chelsea, var valin leikmaður ársins hjá UEFA í kvennaflokki. Danski sóknarmaðurinn vann þýsku deildina með Wolfsburg á síðasta tímabili en liðið tapaði fyrir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hansi Flick var valinn þjálfari ársins hjá UEFA. Hann tók við Bayern München í fjórða sæti þýsku deildarinnar en skilaði liðinu á toppinn og vann þrennuna með liðinu.

Í kvennaflokki vann Jean-Luc Vasseur hjá Frakklands- og Evrópumeisturunum í Lyon.

Meistaradeildarverðlaunin
Sarah Bouhaddi hjá Lyon er markvörður ársins í Meistaradeild kvenna. Manuel Neuer hjá FC Bayern München er markvörður ársins í karlaflokki.

Wendie Renard hjá Lyon er varnarmaður ársins í kvennaflokki og joshua Kimmich hjá Bayern í karlaflokki.

Miðjumenn ársins í Meistaradeildinni eru Kevin De Bruyne hjá Manchester City í karlaflokki og Dzsenifer Marozsán í Lyon í kvennaflokki. Sara Björk Gunnarsdóttir var tilnefnd.

Lewandowski var besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar í karlaflokki og Harder í kvennafokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner