banner
   fim 01. október 2020 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu vítaspyrnukeppnina: Rio Ave með spyrnu í báðar stangir
Mynd: Getty Images
AC Milan tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með sigri gegn Rio Ave í Portúgal fyrr í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega dramatískur og var staðan 1-1 eftir 90 mínútur. Rio Ave tók forystuna í upphafi framlengingarinnar og náðu gestirnir frá Mílanó ekki að jafna fyrr en Hakan Calhanoglu skoraði úr vítaspyrnu á 122. mínútu.

Því var flautað til vítaspyrnukeppni sem var algjörlega bandvitlaus. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö spyrnum sínum en svo klúðraði Milan áttundu spyrnunni og steig bakvörðurinn Nelson Monte á punktinn.

Monte gat unnið leikinn fyrir Rio Ave en skot hans fór í stöngina, rúllaði svo yfir marklínuna og fór í hina stöngina. Skömmu síðar stigu markverðirnir á vítapunktinn og klúðruðu báðir með nákvæmlega eins skotum sem fóru yfir markið.

Að lokum var það Simon Kjær sem skoraði úr tólftu spyrnu Milan og varði Donnarumma síðustu spyrnuna frá Santos Aderlan.


Athugasemdir
banner
banner
banner