Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2022 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Jesus og Xhaka kátir að leikslokum: Fyrsta markið í grannaslag
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Gabriel Jesus og Granit Xhaka voru kátir eftir frábæran 3-1 sigur Arsenal gegn Tottenham í hatrömmum fjandslag í Norður-London.


Jesus og Xhaka skoruðu í sigrinum og er Arsenal á toppi úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 8 umferðir.

„Þetta er í annað skipti sem ég skora í fjandslag. Fyrsta skiptið var með Brasilíu gegn Argentínu. Ég er mjög ánægður með þetta mark, ég vil skora í hverjum einasta leik," sagði Jesus við BT Sport að leikslokum.

„Við spiluðum virkilega vel í dag og sýndum okkar leikstíl. Ég veit ekki hversu mörg færi við sköpuðum en við áttum þennan sigur skilið. Mér líður mjög vel hérna, strákarnir eru frábærir og láta mér líða eins og ég sé heima."

Xhaka var valinn sem maður leiksins af Sky Sports og ræddi hann einnig við BT Sport að leikslokum.

„Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik útaf landsleikjahlénu en við sáum það á æfingu í gær að við vorum tilbúnir. Við vorum betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins, við lentum bara í smá erfiðleikum eftir að þeir jöfnuðu," sagði Xhaka.

„Við áttum seinni hálfleikinn alveg og ég er svo ánægður með að hafa skorað til að hjálpa liðinu að sigra. Ég geri allt til að hjálpa liðinu.

„Þetta er fyrsta mark sem ég skora í grannaslag á Englandi." 


Athugasemdir
banner
banner
banner