Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 01. október 2022 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo: Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, þetta lið er magnað," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkinga, eftir að liðið vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð á þessum laugardegi.

Liðið vann 3-2 sigur gegn FH í hreint út sagt ótrúlegum leik á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„FH-ingar voru geggjaðir. Við þurftum að hafa trú á okkar kerfi og það er ótrúlega gaman að vinna."

„Þeir voru 'on' í dag og við þurftum að fara í framlengingu. Við trúðum á okkur sjálfa og kerfið sem Arnar er með. Þetta er bara geggjað. Það var högg í magann (að fá á sig mark í blálokin) en svona er fótboltinn og sem betur fer náðum við að skora snemma í framlengingunni," sagði Pablo og bætti við: „Það er geggjað að hafa Niko með okkur."

Nikolaj Hansen kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið nokkuð frá á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla með að setja hann inn í með hægri fætinum, en á meðan Niko er inn í teignum þá getur allt gerst."

„Niko er geggjaður. Við erum með framherja sem eru með ákveðna eiginleika, en Niko getur klára leiki með því að skalla boltann."

Líkt og fyrr segir er þetta í þriðja sinn í röð sem Víkingur vinnur þessa keppni. Hver er ástæðan fyrir því að Víkingar eru svona mikið bikarlið?

„Það er venja að vinna, það er venja. Þú þarft að finna þetta. Við þurfum að halda áfram. Við eigum leik á miðvikudaginn gegn Val og það er næsta verkefni," segir Pablo en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner