Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 01. október 2022 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo: Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, þetta lið er magnað," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkinga, eftir að liðið vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð á þessum laugardegi.

Liðið vann 3-2 sigur gegn FH í hreint út sagt ótrúlegum leik á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„FH-ingar voru geggjaðir. Við þurftum að hafa trú á okkar kerfi og það er ótrúlega gaman að vinna."

„Þeir voru 'on' í dag og við þurftum að fara í framlengingu. Við trúðum á okkur sjálfa og kerfið sem Arnar er með. Þetta er bara geggjað. Það var högg í magann (að fá á sig mark í blálokin) en svona er fótboltinn og sem betur fer náðum við að skora snemma í framlengingunni," sagði Pablo og bætti við: „Það er geggjað að hafa Niko með okkur."

Nikolaj Hansen kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið nokkuð frá á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla með að setja hann inn í með hægri fætinum, en á meðan Niko er inn í teignum þá getur allt gerst."

„Niko er geggjaður. Við erum með framherja sem eru með ákveðna eiginleika, en Niko getur klára leiki með því að skalla boltann."

Líkt og fyrr segir er þetta í þriðja sinn í röð sem Víkingur vinnur þessa keppni. Hver er ástæðan fyrir því að Víkingar eru svona mikið bikarlið?

„Það er venja að vinna, það er venja. Þú þarft að finna þetta. Við þurfum að halda áfram. Við eigum leik á miðvikudaginn gegn Val og það er næsta verkefni," segir Pablo en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner