Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   lau 01. október 2022 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo: Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, þetta lið er magnað," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkinga, eftir að liðið vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð á þessum laugardegi.

Liðið vann 3-2 sigur gegn FH í hreint út sagt ótrúlegum leik á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„FH-ingar voru geggjaðir. Við þurftum að hafa trú á okkar kerfi og það er ótrúlega gaman að vinna."

„Þeir voru 'on' í dag og við þurftum að fara í framlengingu. Við trúðum á okkur sjálfa og kerfið sem Arnar er með. Þetta er bara geggjað. Það var högg í magann (að fá á sig mark í blálokin) en svona er fótboltinn og sem betur fer náðum við að skora snemma í framlengingunni," sagði Pablo og bætti við: „Það er geggjað að hafa Niko með okkur."

Nikolaj Hansen kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið nokkuð frá á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla með að setja hann inn í með hægri fætinum, en á meðan Niko er inn í teignum þá getur allt gerst."

„Niko er geggjaður. Við erum með framherja sem eru með ákveðna eiginleika, en Niko getur klára leiki með því að skalla boltann."

Líkt og fyrr segir er þetta í þriðja sinn í röð sem Víkingur vinnur þessa keppni. Hver er ástæðan fyrir því að Víkingar eru svona mikið bikarlið?

„Það er venja að vinna, það er venja. Þú þarft að finna þetta. Við þurfum að halda áfram. Við eigum leik á miðvikudaginn gegn Val og það er næsta verkefni," segir Pablo en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner