Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 01. október 2022 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo: Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, þetta lið er magnað," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkinga, eftir að liðið vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð á þessum laugardegi.

Liðið vann 3-2 sigur gegn FH í hreint út sagt ótrúlegum leik á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„FH-ingar voru geggjaðir. Við þurftum að hafa trú á okkar kerfi og það er ótrúlega gaman að vinna."

„Þeir voru 'on' í dag og við þurftum að fara í framlengingu. Við trúðum á okkur sjálfa og kerfið sem Arnar er með. Þetta er bara geggjað. Það var högg í magann (að fá á sig mark í blálokin) en svona er fótboltinn og sem betur fer náðum við að skora snemma í framlengingunni," sagði Pablo og bætti við: „Það er geggjað að hafa Niko með okkur."

Nikolaj Hansen kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið nokkuð frá á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla með að setja hann inn í með hægri fætinum, en á meðan Niko er inn í teignum þá getur allt gerst."

„Niko er geggjaður. Við erum með framherja sem eru með ákveðna eiginleika, en Niko getur klára leiki með því að skalla boltann."

Líkt og fyrr segir er þetta í þriðja sinn í röð sem Víkingur vinnur þessa keppni. Hver er ástæðan fyrir því að Víkingar eru svona mikið bikarlið?

„Það er venja að vinna, það er venja. Þú þarft að finna þetta. Við þurfum að halda áfram. Við eigum leik á miðvikudaginn gegn Val og það er næsta verkefni," segir Pablo en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner