Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   lau 01. október 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það þurfi að horfa á meira en einn leik svo áhugi vakni
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur spilað með Víkingum frá 2019.
Hefur spilað með Víkingum frá 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon hefur verið algjör lykilmaður í liði Víkinga frá árinu 2019. Í ár hefur hann verið fyrirliði liðsins og var hann á dögunum kosinn besti miðjumaður Bestu deildarinnar.

Í dag mun Júlíus leiða Víkinga út á völl er þeir mæta FH í sínum þriðja bikarúrslitaleik í röð.

Það hefur nokkuð verið talað um áhuga erlendis frá á miðjumanninum, en fyrir tímabilið skrifaði hann undir langtímasamning við Víkinga til ársins 2025.

„Ég held að það sé alltaf markmið hvers leikmanns - sama hvort hann sé ungur eða gamall - að fara í atvinnumennsku," segir Júlíus í samtali við Fótbolta.net.

„Ég er að skrifa undir langan samning við Víking. Ég tel mig geta gefið mitt fyrir félagið næstu ár. Markmiðið er að komast út en ég er orðinn 24 ára og er í frábæru liði hér heima. Ég get ekki sagt að ég sé ósáttur við stöðuna sem ég er í. Ég er búinn að gera gott mót með Víkingum og er verulega sáttur."

Hefur hann heyrt af áhuga erlendis?

„Það hefur komið upp frá því ég hef komið heim árið 2019, en það hefur aldrei neitt komið upp sem hefur heillað mig meira en það sem ég er með hjá Víking. Kannski tengist það þeirri stöðu sem ég spila. Að vera í þessari stöðu á vellinum, það er ekki auðvelt að sýna sig fyrir félögum að utan. Þú ert að vinna aðra vinnu en framherji sem er að skora mörk. Þú þarft að horfa á meira en einn leik til að áhugi vakni."

Júlíus er að spila aftarlega á miðsvæðinu og er þannig að verja vörnina. Hann er gríðarlega góður í því en í þessu hlutverki er hann ekki að skora mikið né leggja upp.

Það er líka spurning að bíða eftir rétta tækifærinu. „Maður er í góðri stöðu hjá Víkingum. Ég fékk fyrirliðabandið hjá Víkingum fyrir tímabilið og ég er sáttur hjá félaginu. Við fórum í Evrópukeppni, erum í úrslitum bikarsins og höfum staðið okkur vel í deildinni. Ég tek því fagnandi að vera hérna."

Víkingur spilar í dag gegn FH í bikarúrslitum á Laugardalsvelli. Flautað verður til leiks klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner