Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   sun 01. október 2023 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Beale rekinn frá Rangers
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Skoska stórveldið Rangers FC er búið að reka Michael Beale úr starfi og er í leit að nýjum knattspyrnustjóra.

Beale er rekinn eftir mikla gagnrýni undanfarnar vikur. Hann stýrði Rangers í 1-3 tapi á heimavelli gegn Aberdeen í gær og ákvað stjórn félagsins að reka hann í kjölfarið.

Rangers er búið að vinna fjóra leiki og tapa þremur á nýju tímabili í efstu deild skoska boltans, auk þess að hafa sigrað 1-0 gegn Real Betis í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Beale var ráðinn til að taka við af Giovanni van Bronckhorst síðasta vetur og fékk samning sem gildir út tímabilið 2026. Hann hefur aðeins verið um tíu mánuði í starfinu.

Rangers þarf því að ráða inn nýjan stjóra sem verður sá fjórði til að taka við félaginu á tveimur árum, eftir Steven Gerrard, Van Bronckhorst og Beale.

Þjálfarateymið skipað af Steven Davis, Alex Rae, Steven Smith, Brian Gilmour og Colin Stewart tekur við stjórn á Rangers til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner