Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   sun 01. október 2023 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Rauðu djöflarnir fylgjast náið með António Silva
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United sé að fylgjast náið með framgöngu António Silva, efnilegum miðverði Benfica og portúgalska landsliðsins.

Silva, sem á tvítugsafmæli í lok október, er búinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Benfica og er á góðri leið með að festa sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í varnarlínu ógnarsterks landsliðs Portúgals.

Silva á fjögur ár eftir af samningi sínum við Benfica og er talið að félagið hafi engan áhuga á að selja ungstirnið sitt. Silva er metinn á 45 milljónir evra af vefsíðu transfermarkt en ólíklegt er að leikmaðurinn sé falur fyrir minna en 70 milljónir.

Man Utd er ekki eina félagið sem fylgist vel með þróun ferilsins hjá Silva þar sem Real Madrid og Juventus eru meðal áhugasamra aðila.
Athugasemdir
banner
banner
banner