Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 01. október 2024 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal og Liverpool spurst fyrir um 18 ára Brassa
Arsenal og Real Madrid eru á meðal stórra félaga í Evrópu sem hafa sýnt áhuga á því að fá Vitor Reis í sínar raðir frá Palmeiras. The Athletic fjallar um.

Það er sagt frá því að bæði félög hafi sent fyrirspurnir á Palmeiras og umboðsmenn leikmannsins varðandi möguleg kaup. Þá er sagt frá því að Chelsea, Liverpool og Barcelona hafi einnig áhuga á þessum 18 ára varnarmanni.

Miðsvörður endursamdi við Palmeiras í sumar og er nú samningsbundinn út árið 2028.

Hann er sagður vera með 100 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum. Palmeiras hefur ekki sett verðmiða á kappann því félagið vill halda honum fram yfir HM félagsliða næsta sumar.
Athugasemdir