Það myndi kosta Manchester United dágóða upphæð að reka Erik ten Hag eftir að félagið endursamdi við hann síðastliðið sumar.
Ten Hag fékk nýjan samning eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í FA-bikarnum á síðasta tímabili, en það er mikil pressa á honum eftir slæma byrjun á nýju tímabili.
Man Utd tapaði 0-3 gegn Tottenham síðasta sunnudag og liðið er núna í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.
Samkvæmt vefmiðlinum Goal myndi United skulda Ten Hag 17,5 milljónir punda ef félagið kysi að reka hann núna. Það eru tæpir 3,3 milljarðar íslenskra króna.
Man Utd hefði skuldað Ten Hag 10 milljónir punda ef hann hefði verið rekinn síðasta sumar.
Athugasemdir