Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 01. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Náðu loksins fram hefndum - „Þetta er bara rán"
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: Getty Images
Tók boltann með heim eftir sigur á Brighton um liðna helgi.
Tók boltann með heim eftir sigur á Brighton um liðna helgi.
Mynd: EPA
Þó honum sé stundum kalt, þá er Cole Palmer sjóðandi heitur þessa dagana.

Chelsea hefur byrjað tímabilið vel og er þessa stundina í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Og Palmer er líklega besti leikmaður deildarinnar en hann skoraði fernu í 4-2 sigri gegn Brighton um liðna helgi.

Palmer heldur uppteknum hætti frá síðasta tímabili en þessi 22 ára leikmaður hefur verið nær óstöðvandi síðan Chelsea fékk hann frá Manchester City.

„Hvað er hægt að segja um þennan gæja?" sagði Haraldur Örn Haraldsson í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

Chelsea borgaði um 40 milljónir punda til að kaupa hann frá City. Það er gjöf en ekki gjald.

„Þetta er bara rán. Þetta er leikmaður sem stefnir á að berjast um Ballon d'Or verðlaun og hann er keyptur fyrir þennan pening," sagði Haraldur.

„Ég vil meina að við séum loksins að ná fram hefndum eftir að hafa misst Kevin de Bruyne í þeirra (City) hendur," sagði Stefán Marteinn Ólafsson í þættinum.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Athugasemdir
banner
banner