Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   sun 01. desember 2019 14:01
Magnús Már Einarsson
Aron um EM dráttinn: Lítur ekki vel út
Mynd: Eyþór Árnason
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var gestur Andy Gray og Richard Keys á Bein Sports þegar dregið var í riðla fyrir EM næsta sumar.

Ísland mun fara í F-riðil með stórveldunum Frakklandi, Þýsklandi og Portúgal ef liðið kemst á EM 2020.

„Ég ætla ekki að ljúga. Þetta lítur ekki vel út," sagði Aron og hló. „Þetta verður mjög erfitt ef við komumst þangað."

„Við eigum erfiðan leik framundan gegn Rúmeniu og síðan vonandi úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu."

Athugasemdir
banner