Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. desember 2019 21:10
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Maguire: Erum að bæta okkur en þurfum að gera meira
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire lék í vörn Manchester United í kvöld sem gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa á heimavelli.

Gengi Rauðu djöflanna það sem af er tímabili hefur ekki verið gott en Magiure telur þó að liðið sé að bæta sig en hlutirnir þurfi að gerast hraðar.

„Sem lið erum við að bæta okkur en við eigum þrátt fyrir það nokkuð langt í land og þurfum að gera meira. Að vinna ekki heimaleiki er alltaf vonbrigði. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki og við verðum að gera betur, leikurinn gegn Tottenham á miðvikudaginn er frábært tækifæri til þess."

„Við vorum lélegir eftir fyrsta markið þeirra, við duttum aðeins út þá og fundum ekki alveg taktinn. Svo var það mjög erfitt að fá mark á sig strax í kjölfarið að við náðum forystunni," sagði Harry Magurie að lokum.

Það er leikið í ensku úrvalsdeildinni í vikunni, Manchester United mætir Tottenham í stórleik á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner