Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 01. desember 2020 16:50
Magnús Már Einarsson
Glódís: Ekki léttir leikir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega ánægð með að við höfum klárað þennan leik. Við skoruðum mark og héldum hreinu og náðum markmiðinu í þessari ferð," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við RÚV eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi í dag.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Le Havre, skoraði eina markið með þrumuskoti um miðbik síðari hálfleiks. Þrátt fyrir að mörkin hafi ekki verið fleiri var sigur Íslands verðskuldaður.

„Þetta er langt frá því að vera besti leikurinn sem við höfum spilað en við héldum í trúna."

„Þetta eru ekki léttir leikir í desember í gríðarlegum hluta og margir leikmenn á Íslandi hafa ekki spilað í langan tíma. Ég er gríðarlega ánægð með að við höfum klárað þetta," sagði Glódís við RÚV.

Íslenska liðið bíður nú frétta úr öðrum leikjum til að sjá hvort að liðið verði eitt af þeim þremur liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni en það veitir þátttökurétt á EM í Englandi 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner