Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. desember 2020 10:39
Magnús Már Einarsson
Terry gæti tekið við Derby
Mynd: Getty Images
John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa, þykir líklegur til að taka við sem knattspyrnustjóri Derby þegar nýir eigendur kaupa félagið.


Terry hefur áður lýst yfir áhuga á að spreyta sig sem stjóri og tækifærið gæti komið hjá Derby.

Fjárfestar frá Abu Dhaby eru að kaupa Derby og Terry er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan.

Philip Cocu var rekinn úr stjórastöðunni hjá Derby á dögunum en Wayne Rooney hefur lagt skóna til hliðar í bili og hann stýrir liðinu þessa dagana.

Vonir Rooney um að fá stjórastarfið til frambúðar virðast hins vegar litlar miðað við fréttir frá Englandi en Terry er líklegur til að taka við.
Athugasemdir
banner
banner
banner