Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. desember 2021 09:08
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkin: Stoðsending frá Gumma Tóta þegar Arnór Ingvi og félagar voru slegnir út
Gummi Tóta er kominn í úrslitaleik Austurdeildarinnar.
Gummi Tóta er kominn í úrslitaleik Austurdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það var dramatískur Íslendingaslagur í undanúrslitum Austurdeildar bandarísku MLS-deildarinnar þar sem Guðmundur Þórarinsson og félagar í New York City unnu Arnór Ingva Traustason og félaga í New England Revolution.

Íslendingarnir byrjuðu báðir á bekknum og staðan var 1-1 eftir 90 mínútna leik og því framlengt á Gillette leikvangnum, heimavelli New England.

Arnór kom inn í upphafi framlengingarinnar en Guðmundur á 101. mínútu og var búinn að vera inni á vellinum í einhverjar sekúndur þegar hann átti stoðsendingu á Argentínumanninn Valentín Castellanos sem kom New York yfir með skalla.

Heimamenn jöfnuðu í 2-2 á 118. mínútu og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem New York fagnaði sigri og tryggði sér sæti í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Íslendingarnir fóru ekki á punktinn í vítaspyrnukeppninni en Arnór var farinn aftur af velli þegar hún fór fram.

Stoðsending Gumma Tóta:

Arnór Ingvi kom inn og var tekinn aftur út af
Arnór kom inn í upphafi framlengingarinnar eins og áður sagði en hann var svo aftur tekinn af velli á 114. mínútu þegar hans lið New England var í leit að jöfnunarmarkinu. Það er mikið áfall fyrir New England að falla úr leik á þessu stigi. Liðið var með ótrúlega yfirburði í Austurdeildinni þetta árið og sló stigametið í deildinni.


New York mun leika til úrslita í Austurdeildinni næsta sunnudag, gegn Philadelphia Union. Hér má sjá sigurmark New York gegn New England sem kom í vítaspyrnukppninni:

Embed from Getty Images

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner