banner
   mið 01. desember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brasilísk goðsögn í þjálfarateymi Liverpool
Claudio Taffarel.
Claudio Taffarel.
Mynd: EPA
Brasilíska goðsögnin Claudio Taffarel er mættur í þjálfarateymi enska úrvalsdeildafélagsins Liverpool.

Taffarel lék á sínum leikmannaferli sem markvörður þar sem hann var meðal annars hluti af brasilíska landsliðinu sem fór alla leið á HM 1994.

Hinn 55 ára gamli Taffarel verður markvarðarþjálfari Liverpool og mun þar vinna með landa sínum, Alisson.

Taffarel vinnur einnig sem markvarðarþjálfari brasilíska landsliðsins. Þar vinnur hann með Alisson og munu þeir því vinna sama í bæði landsliði og félagsliði.

Það eru nú þegar tveir markvarðarþjálfarar hjá Liverpool, John Achterberg og Jack Robinson. Það er óvíst hvað ráðning Taffarel þýðir fyrir þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner