Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. desember 2021 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Orri Hrafn á leið í Val -„Ein stærstu kaup milli liða á Íslandi"
Orri Hrafn er á leið á Hlíðarenda
Orri Hrafn er á leið á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Fylkis, er að ganga í raðir Vals en þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í kvöld. Þar er haldið fram að þetta séu líklega stærstu félagaskipti innanlands.

Orri, sem er 19 ára gamall, spilaði 20 leiki með Fylkismönnum í Pepsi Max-deildinni á nýafstöðnu tímabili og skoraði fjögur mörk.

Valur hefur verið á eftir Orra í einhvern tíma og lagt fram fjölmörg tilboð í kappann en síðasta tilboð sem Fylkir hafnaði hljóðaði upp á 5 milljónir.

Fylkir er nú búið að samþykkja nýtt tilboð frá Val sem er talið vera yfir sex milljónir og yrði þetta ein stærstu félagaskipti sem hafa verið gerð innanlands.

Albert segir að Orri verði að öllum líkindum kynntur hjá Val á morgun.

„Valur er búinn að eltast við hann lengi og bjóða nokkrum sinnum í hann og Fylkir hefur hafnað þeim boðum hægri vinstri. Nú loksins komu þeir með eitthvað alvöru boð og eins og þú segir skilst mér að það sé hæsta boð hérna innalands og þetta verður kynnt á morgun," sagði Albert Brynjar í Dr. Football.

Sjá einnig:
Mikill áhugi á Orra Hrafni - „Kemur bara allt í ljós" (11. okt)
Athugasemdir
banner
banner