Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 01. desember 2023 13:28
Elvar Geir Magnússon
Everton búið að áfrýja
Mynd: Getty Images
Everton hefur áfrýjað þeirri ákvörðun að dæma tíu stig af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum.

Þetta er harðasta refsing í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en það var óháð nefnd sem komst að þessari niðurstöðu.

Nú mun áfrýjunarnefnd taka málið til umfjöllunar en Everton segir það hafa verið mikið áfall hversu harða refsingu félagið fékk.

Niðurstaða úr áfrýjuninni mun koma áður en tímabilinu lýkur.

Eftir að stigin tíu voru dregin af Everton þá féll liðið niður úr 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í 19. sæti.

Samkvæmt BBC hefur Everton ekki enn fengið nákvæma útskýringu á því af hverju ákveðið var að draga tíu stig af liðinu.

Fyrir 3-0 tapleikinn gegn Manchester United síðasta sunnudag létu stuðningsmenn Everton í ljós óánægju sína með refsinguna og stigafrádráttinn.
Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 28 10 +18 35
2 Chelsea 14 8 4 2 30 15 +15 28
3 Arsenal 14 7 5 2 26 14 +12 26
4 Man City 14 8 2 4 25 19 +6 26
5 Brighton 13 6 5 2 22 17 +5 23
6 Aston Villa 14 6 4 4 22 22 0 22
7 Nott. Forest 14 6 4 4 16 16 0 22
8 Tottenham 13 6 2 5 28 14 +14 20
9 Man Utd 14 5 5 4 17 13 +4 20
10 Brentford 14 6 2 6 26 26 0 20
11 Newcastle 14 5 5 4 16 16 0 20
12 Fulham 13 5 4 4 18 18 0 19
13 Bournemouth 13 5 3 5 20 19 +1 18
14 West Ham 14 4 3 7 18 27 -9 15
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 14 3 4 7 19 28 -9 13
17 Crystal Palace 14 2 6 6 12 18 -6 12
18 Ipswich Town 14 1 6 7 13 25 -12 9
19 Wolves 14 2 3 9 22 36 -14 9
20 Southampton 14 1 2 11 11 29 -18 5
Athugasemdir
banner
banner