Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 01. desember 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan úr leik í úrslitakeppni MLS
Mynd: Getty Images

Tímabilinu er lokið hjá Orlando City eftir tap gegn New York Red Bulls í nótt.

Liðin mættust í úrslitum Austurdeildar en New York vann 1-0. Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando en hann var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.


Orlando hafnaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar en átta efstu liðin fóru í úrslitakeppnina.

Liðið lagði Charlotte í þriggja leikja einvígi í fyrstu umferð. Liðið lagði síðan Atlanta United sem vann stjörnumprýtt lið Inter Miami en ævintýrinu lauk síðan í nótt.


Athugasemdir
banner
banner