Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fim 02. febrúar 2023 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Bremer hetja Juventus sem mætir Inter í undanúrslitum
Bremer skallar boltann í netið
Bremer skallar boltann í netið
Mynd: EPA

Juventus 1 - 0 Lazio
1-0 Bremer ('44 )


Juventus er komið áfram í undanúrslit ítalska bikarsins eftir sigur á Lazio en brasilíski varnarmaðurinn Bremer var hetja liðsins.

Liðið hefur verið í miklum vandræðum en 15 stig voru dregin af liðinu og liðið tapaði gegn Monza í síðustu umferð. Þá voru leikmenn á borð við Arkadiusz Milik, Leonardo Bonucci, Paul Pogba og Kaio Jorge enn fjarverandi.

Dusan Vlahovic og Federico Chiesa voru hins vegarí fyrsta sinn saman í byrjunarliðinu. Hjá Napoli var Sergej Milinkovic-Savic hvíldur en Ciro Immobile snéri aftur eftir meiðsli.

Filip Kostic átti fyrirgjöf rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Bremer var á undan Luis Maximiano markverði Lazio í boltann og skallaði honum í netið og skoraði sigurmarkið.

Juventus mætir Inter í undanúrslitunum en Fiorentina og Cremonese mætast í hinum undanúrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner