Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. mars 2021 13:46
Magnús Már Einarsson
Ísak gæti farið frá SönderjyskE - Fyrirspurnir víða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson gæti verið á förum frá danska félaginu SönderjyskE.

Hinn tvítugi Ísak kom til SönderjyskE frá Keflavík í fyrra en hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Ísak Óli er búinn að bæta sig mikið hjá Sønderjyske og hefur verið þolinmóður en okkur finnst hann hafa gæðin til að spila þar.
Við erum að skoða hans næstu skref núna og þar getur bæði lán og sala komið til greina,"
sagði Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Ísaks í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Það eru búnar að vera fyrirspurnir frá efstu deildum Noregs og Svíþjóðar, MLS deildinni í Bandaríkjunum ásamt náttúrulega Íslandi."

Ísak hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en hann hefur skorað tvö mörk í átta leikjum með U21 landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner