Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. mars 2024 11:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dier framlengir við Bayern (Staðfest)
Mynd: EPA

Eric Dier hefur framlengt samning sinn við Bayern. Samningurinn gildir út tímabilið 2025.


Dier gekk til liðs við félagið á láni frá Tottenham í janúar með möguleika á framlengingu. Félagið hefur staðfest að hann sé búinn að spila nógu marga leiki og hann verður því áfram hjá félaginu en samningur hans við Tottenham rennur út í sumar.

Dier hefur komið við sögu í sjö leikjum í þýsku deildinni. Hann var í byrjunarliðinu í gær þegar Bayern gerði 2-2 jafntefli gegn Freiburg.

„Ég er ánægður í Munchen. Nú er framtíðin ljós og ég get einbeitt mér að því að spila vel fyrir félagið og reyna að hjálpa því að vinna leiki, vinna keppnir, jafnvel þótt þetta séu erfiðir tímar hjá okkur," sagði Dier.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner