Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 02. apríl 2020 23:22
Brynjar Ingi Erluson
Kanadíska markamaskínan vill spila í ensku úrvalsdeildinni
Jonathan David er eftirsóttur
Jonathan David er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Kanadíski leikmaðurinn Jonathan David vill einn daginn spila í ensku úrvalsdeildinni en þessi 20 ára gamli framherji Gent í Belgíu hefur verið sterklega orðaður við Arsenal.

David hefur skorað 23 mörk og lagt upp 10 í 40 leikjum með Gent á þessari leiktíð en það er nokkuð ljóst að hann mun ekki spila meira á þessu tímabili þar sem deildinni verður að öllum líkindum aflýst á næstu dögum vegna kórónaveirunnar.

Framherjinn er eftirsóttur af stærstu félögum heims en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill ólmur fá hann í sumar.

David ræddi við Guardian um framtíðina en hann vill einn daginn spila í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég þarf að taka gott skref þar sem ég fæ að spila mikið og halda áfram að þróa leik minn. Ég vil ekki fara eitthvað og hanga á bekknum," sagði David.

„Ég vil verða einn besti framherji heims og það er markmiðið mitt. Enska úrvalsdeildin er sú besta í heiminum og þar er mesta samekkpnin þannig ég væri til í að spila þar í framtíðinni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner